Wednesday, February 24, 2010

Nouveau!

Jææja...
Ætla að prufa að "blogga" svo þið getið aðeins fylgst með mér :)
Ég er nú ekki mikill penni, en það verður að hafa það.

Síðan ég kom hingað hefur allt gengið vel, er byrjuð aftur í skólanum, bý ennþá hjá Mme.Fahri, 60 kona sem ég leigi herbergi hjá. Þarf nú einhvern tíman segja ykkur aðeins betur frá henni, tileinka henni blogg á næstunni,einkar skrautleg kona þar á ferð.
Ég flyt reyndar núna á föstudaginn í íbúð stutt frá þessari, þar sem ég mun leigja með norskri vinkonu minni litla sæta þriggja herbergja íbúð með svölum,þvottavél og stóru eldhúsi, þar sem kokka-hæfileikar mínir fá loks að njóta sín! Hef ekkert getað eldað í hjá konunni þar sem hún er frekar furðuleg þegar kemur að eldhúsinu sínu og ég kýs að sleppa því þar sem ég hef sjaldan séð ólystugra eldhús!

Ég er mjöög spennt að flytja í nýju íbúðina, sérstaklega af því að þar get ég þvegið og eldað oftar sem hefur svolítið vantað uppá... er búin að lifa á örbylgjufæði og skyndibita í dágóðan tíma :S

Veðrið er frekar leiðinlegt þessa dagana og hefur verið það síðan ég kom til baka, annaðhvort er ískalt og vindur eða hellidemba... held líka að þetta séu rigningarmánuðirnir...jan og feb, svo á víst að hlýna í mars og mig grunar að ég verði á ströndinni í apríl :)

Ég er bara í langri eyðu núna sem er frekar algengt þessa dagana, þar sem einn kennararnna minn úlnliðsbraut sig og verður frá í 6 vikur og allt er í uppnámi þar sem skólastjórinn á erfitt með að finna kennara til að leysa hana af. Get ekki beint hrósað frökkum fyrir skipurlag, ég mætti löðrandi sveitt uppí skóla eftir að hafa hlaupið alla leiðina frá "trammanum"(innanbæjar-lestinni) bara til þessa að frétta að tíminn félli niður.

Síðustu helgi fórum við stelpurnar úr skólanum á Rugby leik, hérna er rugby miklu stærra en fótbolti og það var bara gaman, mest "brutal" sport sem ég hef séð! skil ekki hvernig þeir standa upp eftir að 8, 150 kg menn hafa hoppað ofan á þá í hrúgu.
Svo fórum við fyrir tveimur vikum á waterpolo leik, sem er eitt það fyndnasta sem ég hef séð, semí eins og handbolti í vatni!
Næstu helgi ætlum við að reyna að fara á fótbolta leik, held við séum þá búnar að prufa allt haha...

En ég ætla að segja þetta gott, sólin farin að skína og ég þarf að drífa mig í skólann.. aftur!

-Enda þetta á mynd af L'amphitheatre í Nimes :)

Hafið það gott! :*

Gerða.