Friday, May 7, 2010

Ferðalangur

Jáhá.. ég ætla að skrifa eitt lokablogg hérna þar sem það styttist óðum í heimför.

Nokkuð langt síðan síðast.. en í millitíðinni var "Spring-Break" í skólanum og nýtti ég mér það til að skreppa í ferðalag með Bergþóru og Fjólu, 2 vinkonum mínum sem heimsóttu mig í interrail ferðinni sinni. Þær gistu hér í 3 daga áður en þær drógu mig með sér í áframhaldandi ævintýri!

Ferðin byrjaði á sunnudagsmorgni.. fórum út á lestarstöð kl korter í 10, lestin átti að fara korter yfir.. en það var ekkert víst þar sem að lestarverkfall hefur hrjáð Frakkland síðustu mánuði. Við fundum lest sem var á leiðinni til Marseille, glæpaborg Frakklands ! Vorum komnar þangað um hádegisbil, skoðuðum Marseille og vorum ekkert svaklaega hrifnar.. að mínu mati skítug og spes borg.. ekki margt sem heillaði augað.
Vorum samt duglegar að taka myndir á vappinu um borgina, en skildum ekkert í því afhverju kortið vísaði okkur ekki neitt. Fundum síðar kort í miðbænum og vorum að reyna að teikna inn á okkar kort hvar við værum staddar, en engri okkar tókst að finna eina götu sem var á báðum kortunum... svo ákvað ég nú að finna út úr þessu og benti Fjólu pent á að hún væri að skoða kort af Avignon og það væri kannski ástæðan fyrir að göturnar væru ekki inn á kortinu... ekki svo ljóshærð ? hah

Eftir 5 tíma í Marseille var okkur farið að leiðast pínu, enda eins og ég segi ekkert svakalega spennandi borg, þannig að við röltum upp á lestarstöð og þaðan tókum við lest til NICE.. og vorum komnar þangað um tíu leitið.
Þá var bara labbað inn á næsta Hostel og pantað rúm, enda dauðþreyttar eftir daginn!
Fundum líka svo fínt Hostel með snyrtilegum herbergjum á viðráðanlegu verði :)

Næsta dag(mánudag) skoðuðum við Nice sem er yndisleg borg! og við vorum líka svo heppnar með veður, sól og blíða allan daginn.
Eftir ljúfan dag í Nice, skelltum við okkur út að borða á fínasta Pizzustað, kannski ekki besta þjónustan en maturinn bætti það upp. Að lokum var haldið í bælið eftir langan dag.

Þriðjudagur: Vöknuðum um 8 eða 9 leitið held ég og skelltum okkur í rútu til Monakó sem tekur u.þ.b klst. og kostar bara 1 evru! hah 70 kr á milli borga.. snilld!
Monako vakti misjöfn viðbrögð, bergþóra lýsti yfir vonbrigðum í byrjun og verð ég að vera sammála.. ágætis snekkjur og svona en ekkert til að gapa yfir.. engin hús úr gulli eins og Bergþóra orðaði það.
Eftir að hafa labbað um lítinn hluta borgarinnar föttuðum við að við vorum bara í vitlausum hluta... löbbuðum lengra inn í borgina og þá gerði ég mér grein fyrir að gangstéttin var formúlu 1 braut! Gaman að því! Formúlan verður/var haldin þarna í byrjun maí, og var allt á fullu í undirbúningi, stúkur, merkingar og fl fyrir gestina.
Stuttu seinna fundum við "ríka" part Mónakó, spilavítin, hótelin,húsin og bílana...
mér leið eins og ég væri útigangsmaður í mínum venjulegu fötum.. í kringum húsin og þjónana...það er ótrúlegt hvað það er mikill peningur þarna, viðurkenni að ég hafði lúmskt gaman af því að sjá ríku(snobb) pörin koma út af hótelunum í pelsum og setjast inn í tug-milljóna bílana sína með einkabílstjórum.

Við skelltum okkur aftur upp í rútuna til Nice um kvöldmatarleyti, enda svangar og þreyttar eftir daginn...
það sama kvöld stóð ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun, þar sem stelpurnar vildu ólmar fá mig með sér til Ítalíu næsta dag.
Ég hafði hugsað með mér að það yrði rándýrt að fara yfir landamæri og þurfti að hugsa mig aðeins um.
Þegar við fundum út að það kostaði 5 evrur til Ítalíu.. þá var stutt í "JÁ"!!
Þannig að næsta dag var haldið út á lestarstöð um 9-leitið og þá tók við laangt ferðalag til Flórens-Ítalíu:

Svona var ferðin:
Nice-Ventimiglia
Ventimiglia-Savona(vitlaust stopp)
Savona-Genova
Genova-la Spezia
La Spezia- PISA-

Komum til Pisa um hálf 8 leitið og fórum að skoða skakka turninn í Pisa.. sem var algjörlega þess virði, viðurkenni þó að ég vildi splæsa í taxa frá turninum á lestarstöðina, var algjörlega búin á því eftir þetta lestarævintýri.. en það var ekki búið.
Frá Pisa tókum við lest til Flórens, sem var áfangastaðurinn...
Þar vorum við smástund að finna hostel.. en ég var strax orðin hálf ástfangin af Flórens og Ítalíu.. svo mikið mannlíf og svo fallegar borgir! :)
Eftir langan ferðadag skreið ég fegin upp í rúm.. bara til þess að verða vakin snemma um morguninn..

Næsta morgun vöknuðum við fyrr en við vildum til að fara í morgunmat, sem ég vil varla kalla morgunmat, fékk mér einhvers konar eggjarétt.. man ekki nafnið en þetta var aðeins of feitt fyrir mig.. maginn var á sama máli. Okkur fannst bara fínt að nýta okkur fría morgunmatinn sem fylgdi verðinu.
Við vorum orðnar svangar hálftíma seinna...


Fimmtudaginn nýttum við í að skoða Flórens, sem er gullfalleg borg og skylda að heimsækja! Markaðir, söfn,mannlífið, ítalskan, ódýrar og gómsætar pizzur! Ekki síðasta heimsókn mín til Ítalíu .. það er á hreinu.
Okkur fannst skylda að smakka ítalskan ís, og fundum sæta ísbúð á götuhorni.. þar sem ég fékk mjööög góðan ís..
Flórens var draumur í dós og eftir yndislegan dag í borginni var kominn tími á heimferð.

Á föstudeginum kvaddi ég stelpurnar og fór eldsnemma um morguninn á lestarstöðina þar sem ég komst að því að Ítalar ákvaðu að byrja lestarverkfall sama morgun og ég þurfti að komast heim. Svo að föstudagurinn fór í endalausar lestarferðir og ég komst ekki lengra en til Nice eftir 13 tíma af lestarferðum. Gisti eina nótt í Nice og komst loksins til Montpellier á laugardagsmorgninum :)


Þetta var án efa ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í! Hef sjaldan hlegið jafn mikið :D

Núna eru bara nokkrir dagar eftir af dvöl minni í Frakklandi og ég gæti ekki verið spenntari fyrir að fá mömmu og pabba í heimsókn, en ég á eftir að sakna MTP mikið :)
Ég fer í tvö próf eftir helgina og á miðvikudag koma mamma og pabbi og verða hérna með mér í viku, svo endum við á því að fljúga saman heim frá París 20 maí !

En segi þetta gott.. ætla að skella mér út í góða veðrið!

ein af okkur Bergþóru frá Mónakó...