Jæja.. nú er ég hætt að lofa upp í ermina á mér!
Það er liðið ágætlega langur tími frá síðustu færslu, enn og aftur bara eintóm leti og júú veikindi...
Þó er fullt búið að gerast síðan síðast!
Ég nældi mér í fjórðu sýkinguna mína síðan í sumar, finnst ég ætti að fá verðlaun fyrir allar þessar sýkingar! Er á sýklalyfjum og sterum, ekki beint hollt né gaman :(
Fékk líka þessa óþverra þjónustu á spítalanum, þar sem að læknirinn byrjaði á að skrifa upp á sýklalyf sem hætt er að framleiða! þegar ég mæti aftur á spítalann til að kvarta og fá ný lyf.. þá var læknirinn ekki á vakt og mér var meinað um að hitta annan lækni þrátt fyrir að ég sagðist vera með mikla verki!
Alveg ótrúleg þjónusta.. enda fór ég til einkalæknis sem var hneyksluð á framferði spítalans,sagði að sýkingin hefði versnað talsvert og var snögg að skrifa upp á sýklalyf, þannig að nú er ég öll að koma til :)
Ég er komin í vorfrí eins og frakkarnir vilja kalla það, í rauninni bara eins og páskafrí á Íslandi, 2 vikur í afslöppun og leti.
Síðustu daga hefur veðrið verið mjög gott,svo við erum búnar að vera duglegar að liggja í sólbaði og njóta frítímans.
Við tókum okkur til um daginn og hjóluðum á ströndina, eða næstum því.
Það er dágóður spölur á ströndina, og við rötuðum ekki aalveg... enduðum með að gefast upp eftir að hafa hjólað í næstum 2 tíma, en það var áhugavert að sjá aðra hluta Montpellier, hjóluðum til dæmis framhjá fátæktar/sígauna hverfinu, rétt utan við borgina.. minnti mig á fátæktarhverfi í Afríku, ótrúlegt alveg.
En við ætlum okkur að gera aðra tilraun með hjólaferðina og ná að hjóla alla leiðina þá! vitum leiðina núna :) Það er svo hentugt að leigja hjól hérna, 2 evrur fyrir heilan dag.. ekki kalla ég það dýrt!
Á miðvikudaginn fæ ég 2 íslenskar snátur í heimsókn, Bergþóru og vinkonu hennar Fjólu sem eru í Interrail-i um Evrópu! Stoppa hjá mér í 2-3 daga held ég, og líklega kíki ég með þeim á rivíeruna í nokkra daga...í augnablikinu er allt voða óplanað hjá okkur :)
Svo styttist óðum í heimför, 20 maí er stóri dagurinn! Verð að segja að ég er píínu spennt að komast aftur á klakann,hitta vini og vandamenn, keyra græna glæsivagninn, borða kokteilsósu og fá íslenskt veður beint í æð.
Þarf fyrst að klára skólann, fer í próf í byrjun maí.. lesturinn byrjar í næstu viku. Ég fer í 4 próf núna í staðinn fyrir 2 eins og á síðustu önn, ögn meira lesefni og málfræði núna.. tók líka þá kjánaákvörðun að læra um efnahag og atvinnuvegi frakklands... óáhugaverðasta fag sem ég hef kynnst, en skemmtilegur kennari og bætir frönskuna.
En þegar heim er komið, stoppa ég stutt í höfuðborginni ef allt gengur upp ,þá mun ég vinna úti á landi í sumar. Útskýri það frekar þegar ég er komin með staðfestingu.. leyndó í bili..
Ég segi þetta gott í bili, við vinkonurnar ætlum að reyna að skella okkur í ræktina í fyrramálið.. sé það ekki gerast miðað við gríðalega leti sem hefur einkennt síðustu daga.. en alltaf má halda í vonina =)
Þangað til næst...
Gerða
Ein mynd af mér og mínum uppáhalds :
Monday, April 12, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment