Ég vil nú bara byrja á því að afsaka bloggleysið, bara eintóm leti og ekkert annað!
ég hef líka verið upptekin, orðið meira að gera í skólanum eftir að við fengum loksins afleysingarkennara sem alveg elskar að gefa okkur eins mikla heimavinnu og hún getur!
en það eru samt ágætistímar, nýtum þá oft í umræður og um daginn var rætt um atburði sem eru þýðingarmiklir fyrir löndin og sem hafa haft áhrif á okkur.. ég var heillengi að finna atburð sem ég mundi eftir þegar kennarinn bendir á mig og spyr :
-Gerða? Hvernig er það í USA.. hvað snerti þig mest..
bekkurinn fór að hlæja og ég þurfti að leiðrétta þann misskilning.. veit ekki alveg afhverju hún hélt að ég væri frá Bandaríkjunum. Svo kom í ljós að hún veit voða lítið um Ísland og heyrði mig víst tala ensku...
Síðustu dagar hafa verið hálf erfiðir að sökum veðurs.. alltaf dimmt yfir og rigning, miklu erfiðara að vakna á morgnanna og ekki jafn gaman að kíkja á kaffihús eða í bæinn.. og svo eru verkföll það nýjasta, tramminn(innanbæjarlestin) í verkfalli alla síðustu viku, og auk þess var ráðist á einn bílstjórann fyrir viku af hópgengi :O En það er víst búið að herða öryggisreglur og lestin á að vera miklu öruggari núna.
Já! ég var næstum því búin að gleyma að segja frá skólaferðinni síðasta laugardag,
fórum með deildarstjórunum og farastjóra í 3 borgir: Roquefort, Millau og La Couvertoirade
Byrjuðum að skoða La couvertoirade: Bær frá miðöldum, mjög vel varðveitt og fallegt en það var ansi kalt þar sem veðrið var ógeðslegt, þannig að stoppið var stutt.
Millau: Þar sáum við hæstu brú í heimi, ótrúlega flott, gengum upp smá hæð og þar var flottasta útsýni í heimi!
Svo var gengið inn á veitingarhús/kaffihús sem seldi mjög franskan rétt-Capucin sem er líkt og ísbrauð fullt af kjöti og kartöflum.. en svosem alveg bragðgott :)
Roquefort: Að lokum var farið að skoða hellana þar sem Roquefort osturinn er búinn til... 11 hæðir af hellum og 77.000 ostar!
Fórum reyndar bara niður 5 hæðir þar sem annað hefði tekið marga tíma!
Svo er fólki sagt að klæða sig vel þar sem það getur orði kalt í hellunum og ég snillingurinn var klædd í stuttermabol og þunna peysu! Alveg með eindæmum!
Við gengum niður 5 hæðir og enduðum á því að fá smakk af ostinum fræga..
Þetta var bara ágætlega heppnuð ferð.. hefði mátt vera betra veður, en það batnaði þegar leið á daginn.
Hrædd um að síðustu tvær vikur voru ekki meira spennandi en þetta, skal reyna að hafa næsta blogg lengra og ekki jafn langa bið á milli!
Tók ekki margar myndir í ferðinni en hérna koma nokkrar :)
Hópurinn að skoða miðaldarþorpið
Roquefort osturinn
Capucin
Miðaldarbærinn
Thursday, March 25, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment