Það snjóaði í fyrsta sinn í Montpellier síðasta sunnudag, eða sem sagt á þessum vetri.
Frakkarnir svo óvanir þessu, fóru út með regnhlífar og myndavélar, líka svona fallegur vetrarsnjór, rauður himinn og bara yndislegt, eini gallinn er að það er kominn mars.. hefði mátt vera í janúar!
Auðvitað fór allt í kleinu, tramminn hætti að ganga, fólk keyrði um á sumardekkjum, litlir árekstrar út um allt.. og ég rann á hausinn í hálkunni :(
Snjórinn hvarf næsta dag, eða mestallur.. núna er bara ískalt og hvítt hér og þar.
Reyndar mjög gaman að því að nokkrir bekkjarfélagar mínir voru að upplifa sína fyrstu snjókomu, þar sem þau búa í kólumbíu og þessum heitari löndum.
Ég sem var búin að hengja vetrarkápuna inn í skáp og ætlaði ekkert að taka hana út á næstunni, var komin í sumarfötin og ætlaði bara á ströndina á næstunni.
Vona allavegana að það fari að hlýna.
Íris og Gréta fóru heim síðasta fimmtudag, með þæginlegri gestum sem ég hef haft, elduðu fyrir mig næstum hvert einasta kvöld og vöktu mig einn daginn með pönnukökum, ávöxtum og sírópi mmm... :)
Svo var ég líka vooða fegin að það er ekki mikið af túrista stöðum hér í Mtp.. minni vinna þegar gesti koma í heimsókn :P
en þær nenntu heldur ekki að skoða alla borgina, voru bara að slappa af og ég sýndi þeim bara helstu staðina.
Skólinn er enn samur við sig, er ennþá að missa af tímum þar sem að það virðist vera einhverskonar bölvun yfir kennurunum mínum, nefndi síðast að kennarinn minn hefði dottið og brotið úlnliðinn, svo kom indælis kona sem átti að leysa hana af.. en neinei hún lenti í bílslysi eftir tímann með okkur og er komin í hálskraga :/
Sem betur fer er hún kominn aftur til kennslu en þriðji kennarinn bað okkur um miskunn og er skíthrædd um að vera næst haha..
Á morgun fer ég út að borða með bekknum eftir skóla, og þarnæsta laugardag fer ég í skólaferð um Montpellier og í kring í boði skólans, hljómar spennandi!
Þetta er svo fljótt að líða, strax kominn mars.. finnst eins og ég sé nýkomin hingað úr jólafríi... en ég kvarta ekki, er spennt fyrir sumrinu og framhaldinu.
Tók loksins ákvörðun um að fara í háskóla.. gat ekki ákveðið mig, en eftir að Íris hélt mjög svo sannfærandi fyrirlestur um ferðamálafræði og fleiri áfanga þá ákvað ég bara að slá til. Það er allavegana planið í dag, en fyrst væri gott að fá sumarvinnu.. erfitt að sækja um þegar þau geta ekki hringt í mig né hitt mig :/
Væri reyndar ljúft að vera bara aukamanneskja á sushi og komast loksins í öll ferðalögin sem ég kemst ekki í vegna vinnu.
Öfunda Svönu systur frekar mikið þessa dagana, mamma er í heimsókn hjá henni núna í nokkra daga.. ekki leiðinlegt það! En ég þarf bara að bíða í 2 mánuði í viðbót, því mamma kemur til mín í maí og þá verður sko tekið sólbað og lúxus á þetta!
Jæja lærdómurinn kallar.. eintóm skemmtun :)
Nokkrar myndir af snjónum og yndislegu gestunum mínum:
Gréta
Íris og fallega tiramisu-ið
Wednesday, March 10, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég er svo illa sátt við að þú sért byrjuð að blogga Gerða mín! :D
ReplyDeleteÉg vona að ég geti kíkt til þín í interrailinu mínu! Það væri best!
Ég vona líka að það verði búið að hlýna eitthvað... þessi snjór er að vísu mjög fallegur (sbr. síðasta myndin) en ég hefði ekkert á móti því að komast á ströndina ;).