Monday, March 1, 2010

La parfait appartement!

Jæja, búin að koma mér fyrir í nýju íbúðinni... flutti inn á föstudaginn,
Það tókst í einni ferð! En furðu mikið drasl sem fylgdi..
Eftir að hafa flutt allt yfir götuna, fórum við að versla nauðsynjar í IKEA.. og í matinn.
Ætluðum að elda eitthvað gúrmee kjöt með sósu og öllum pakkanum en svo stóðum við fyrir framan kjötkælinn eins og eitt stórt spurningarmerki í framan, vildum bara entrecode, en skildum ekkert hvað stóð á kjötpakkningunum, þannig að Karoline dró upp orðabók í miðri matarbúðinni og þarna stóðum við eins og tveir lúðar og þýddum hvert orð fyrir sig :D
Á endanum gáfumst við upp og keyptum kjúkling...

Laugardagurinn var letidagur, þvoði og dundaði mér við að gera nýja herbergið svolítið heimilislegt.
Um kvöldið kom Isabella og við elduðum fahitas og Tacos. Er að njóta þess í botn að fá loksins almennilegan kvöldmat! Ætla að æfa mig í eldamennskunni hérna úti, skömmustulegt hvað ég er vanhæf í eldhúsinu!


Hef enga ástæðu til að vera löt í ræktinni lengur, bý nánast í sama húsi, 5 skref á milli! Fór á föstudaginn í Abdos-feuille- þrektíma.. get varla hreyft mig er svo aum í afturendanum og lærunum! Svo er það spinning á morgun!
Get þó ekki sagt að ræktin hérna sé eins flott og heima.. held að Ísland standi upp úr í þeim málum. Frakkar eru líka furðulegir þegar kemur að sturtumálum, það eru sameiginlegar sturtur þegar farið er í sund!!Reyndar eru sér sturtur í ræktinni.
Fólk fer í sundfötunum í sturtu og allir eru með sundhettur sem mér finnst mér eindæmum fyndið.. á að vera svo akkurat í snyrtimennsku en þeim finnst ekkert sóðalegt að baða sig í sundfötum. Engin furða að baðverðirnir heima eiga í erfiðleikum með útlendinga...

Fór í kvöld niður á lestarstöð og sótti Íris og Grétu sem gista hjá mér fram á föstudag. Ætla að sýna þeim bæinn á morgun og kíkja kannski á kaffihús :)
Þær eru búnar að vera í Interrail-i síðan í janúar og búnar með meirihlutann af Evrópu! Montpellier er loka-áfangastaðurinn hjá þeim.


Það er orðið svo sumarlegt hérna, farið að hlýna og sólin farin að skína!
Kemst alltaf í svo gott skap þegar veðrið er gott,sé ströndina fyrir mér og hlakka til að taka sandalana fram!
Frakkar eru sumir svo ýktir með veðurfar, í haust þegar það fór að kólna niður í 10-14 gráður, keyptu allir sér risa dúnúlpur og kápur.. krakkarnir göptu líka þegar ég mætti á stuttermabol í skólann, fyrir mér var ennþá sumar :D
Svo heyrist alltaf ..
-hún er sko frá Íslandi! -ahh ég skil!


Jæja .. segi þetta gott í bili, þarf að vakna snemma í ræktina!
Ætla að reyna að blogga c.a einu sinni í viku :)

Hafið það rooosa gott í kuldanum =)


Gerða.

Rugby-leikurinn þarsíðasta laugardag:









Nierika(frá hollandi)og Karoline(sambýlingur)

No comments:

Post a Comment