Thursday, March 25, 2010

J'aime Montpellier

Ég vil nú bara byrja á því að afsaka bloggleysið, bara eintóm leti og ekkert annað!
ég hef líka verið upptekin, orðið meira að gera í skólanum eftir að við fengum loksins afleysingarkennara sem alveg elskar að gefa okkur eins mikla heimavinnu og hún getur!
en það eru samt ágætistímar, nýtum þá oft í umræður og um daginn var rætt um atburði sem eru þýðingarmiklir fyrir löndin og sem hafa haft áhrif á okkur.. ég var heillengi að finna atburð sem ég mundi eftir þegar kennarinn bendir á mig og spyr :

-Gerða? Hvernig er það í USA.. hvað snerti þig mest..
bekkurinn fór að hlæja og ég þurfti að leiðrétta þann misskilning.. veit ekki alveg afhverju hún hélt að ég væri frá Bandaríkjunum. Svo kom í ljós að hún veit voða lítið um Ísland og heyrði mig víst tala ensku...

Síðustu dagar hafa verið hálf erfiðir að sökum veðurs.. alltaf dimmt yfir og rigning, miklu erfiðara að vakna á morgnanna og ekki jafn gaman að kíkja á kaffihús eða í bæinn.. og svo eru verkföll það nýjasta, tramminn(innanbæjarlestin) í verkfalli alla síðustu viku, og auk þess var ráðist á einn bílstjórann fyrir viku af hópgengi :O En það er víst búið að herða öryggisreglur og lestin á að vera miklu öruggari núna.

Já! ég var næstum því búin að gleyma að segja frá skólaferðinni síðasta laugardag,
fórum með deildarstjórunum og farastjóra í 3 borgir: Roquefort, Millau og La Couvertoirade

Byrjuðum að skoða La couvertoirade: Bær frá miðöldum, mjög vel varðveitt og fallegt en það var ansi kalt þar sem veðrið var ógeðslegt, þannig að stoppið var stutt.

Millau: Þar sáum við hæstu brú í heimi, ótrúlega flott, gengum upp smá hæð og þar var flottasta útsýni í heimi!
Svo var gengið inn á veitingarhús/kaffihús sem seldi mjög franskan rétt-Capucin sem er líkt og ísbrauð fullt af kjöti og kartöflum.. en svosem alveg bragðgott :)

Roquefort: Að lokum var farið að skoða hellana þar sem Roquefort osturinn er búinn til... 11 hæðir af hellum og 77.000 ostar!
Fórum reyndar bara niður 5 hæðir þar sem annað hefði tekið marga tíma!
Svo er fólki sagt að klæða sig vel þar sem það getur orði kalt í hellunum og ég snillingurinn var klædd í stuttermabol og þunna peysu! Alveg með eindæmum!
Við gengum niður 5 hæðir og enduðum á því að fá smakk af ostinum fræga..

Þetta var bara ágætlega heppnuð ferð.. hefði mátt vera betra veður, en það batnaði þegar leið á daginn.

Hrædd um að síðustu tvær vikur voru ekki meira spennandi en þetta, skal reyna að hafa næsta blogg lengra og ekki jafn langa bið á milli!

Tók ekki margar myndir í ferðinni en hérna koma nokkrar :)


Hópurinn að skoða miðaldarþorpið

Roquefort osturinn

Capucin



Miðaldarbærinn

Wednesday, March 10, 2010

Il neige!

Það snjóaði í fyrsta sinn í Montpellier síðasta sunnudag, eða sem sagt á þessum vetri.
Frakkarnir svo óvanir þessu, fóru út með regnhlífar og myndavélar, líka svona fallegur vetrarsnjór, rauður himinn og bara yndislegt, eini gallinn er að það er kominn mars.. hefði mátt vera í janúar!
Auðvitað fór allt í kleinu, tramminn hætti að ganga, fólk keyrði um á sumardekkjum, litlir árekstrar út um allt.. og ég rann á hausinn í hálkunni :(

Snjórinn hvarf næsta dag, eða mestallur.. núna er bara ískalt og hvítt hér og þar.
Reyndar mjög gaman að því að nokkrir bekkjarfélagar mínir voru að upplifa sína fyrstu snjókomu, þar sem þau búa í kólumbíu og þessum heitari löndum.
Ég sem var búin að hengja vetrarkápuna inn í skáp og ætlaði ekkert að taka hana út á næstunni, var komin í sumarfötin og ætlaði bara á ströndina á næstunni.
Vona allavegana að það fari að hlýna.

Íris og Gréta fóru heim síðasta fimmtudag, með þæginlegri gestum sem ég hef haft, elduðu fyrir mig næstum hvert einasta kvöld og vöktu mig einn daginn með pönnukökum, ávöxtum og sírópi mmm... :)
Svo var ég líka vooða fegin að það er ekki mikið af túrista stöðum hér í Mtp.. minni vinna þegar gesti koma í heimsókn :P
en þær nenntu heldur ekki að skoða alla borgina, voru bara að slappa af og ég sýndi þeim bara helstu staðina.


Skólinn er enn samur við sig, er ennþá að missa af tímum þar sem að það virðist vera einhverskonar bölvun yfir kennurunum mínum, nefndi síðast að kennarinn minn hefði dottið og brotið úlnliðinn, svo kom indælis kona sem átti að leysa hana af.. en neinei hún lenti í bílslysi eftir tímann með okkur og er komin í hálskraga :/
Sem betur fer er hún kominn aftur til kennslu en þriðji kennarinn bað okkur um miskunn og er skíthrædd um að vera næst haha..

Á morgun fer ég út að borða með bekknum eftir skóla, og þarnæsta laugardag fer ég í skólaferð um Montpellier og í kring í boði skólans, hljómar spennandi!
Þetta er svo fljótt að líða, strax kominn mars.. finnst eins og ég sé nýkomin hingað úr jólafríi... en ég kvarta ekki, er spennt fyrir sumrinu og framhaldinu.
Tók loksins ákvörðun um að fara í háskóla.. gat ekki ákveðið mig, en eftir að Íris hélt mjög svo sannfærandi fyrirlestur um ferðamálafræði og fleiri áfanga þá ákvað ég bara að slá til. Það er allavegana planið í dag, en fyrst væri gott að fá sumarvinnu.. erfitt að sækja um þegar þau geta ekki hringt í mig né hitt mig :/
Væri reyndar ljúft að vera bara aukamanneskja á sushi og komast loksins í öll ferðalögin sem ég kemst ekki í vegna vinnu.

Öfunda Svönu systur frekar mikið þessa dagana, mamma er í heimsókn hjá henni núna í nokkra daga.. ekki leiðinlegt það! En ég þarf bara að bíða í 2 mánuði í viðbót, því mamma kemur til mín í maí og þá verður sko tekið sólbað og lúxus á þetta!

Jæja lærdómurinn kallar.. eintóm skemmtun :)

Nokkrar myndir af snjónum og yndislegu gestunum mínum:



Gréta

Íris og fallega tiramisu-ið


Monday, March 1, 2010

La parfait appartement!

Jæja, búin að koma mér fyrir í nýju íbúðinni... flutti inn á föstudaginn,
Það tókst í einni ferð! En furðu mikið drasl sem fylgdi..
Eftir að hafa flutt allt yfir götuna, fórum við að versla nauðsynjar í IKEA.. og í matinn.
Ætluðum að elda eitthvað gúrmee kjöt með sósu og öllum pakkanum en svo stóðum við fyrir framan kjötkælinn eins og eitt stórt spurningarmerki í framan, vildum bara entrecode, en skildum ekkert hvað stóð á kjötpakkningunum, þannig að Karoline dró upp orðabók í miðri matarbúðinni og þarna stóðum við eins og tveir lúðar og þýddum hvert orð fyrir sig :D
Á endanum gáfumst við upp og keyptum kjúkling...

Laugardagurinn var letidagur, þvoði og dundaði mér við að gera nýja herbergið svolítið heimilislegt.
Um kvöldið kom Isabella og við elduðum fahitas og Tacos. Er að njóta þess í botn að fá loksins almennilegan kvöldmat! Ætla að æfa mig í eldamennskunni hérna úti, skömmustulegt hvað ég er vanhæf í eldhúsinu!


Hef enga ástæðu til að vera löt í ræktinni lengur, bý nánast í sama húsi, 5 skref á milli! Fór á föstudaginn í Abdos-feuille- þrektíma.. get varla hreyft mig er svo aum í afturendanum og lærunum! Svo er það spinning á morgun!
Get þó ekki sagt að ræktin hérna sé eins flott og heima.. held að Ísland standi upp úr í þeim málum. Frakkar eru líka furðulegir þegar kemur að sturtumálum, það eru sameiginlegar sturtur þegar farið er í sund!!Reyndar eru sér sturtur í ræktinni.
Fólk fer í sundfötunum í sturtu og allir eru með sundhettur sem mér finnst mér eindæmum fyndið.. á að vera svo akkurat í snyrtimennsku en þeim finnst ekkert sóðalegt að baða sig í sundfötum. Engin furða að baðverðirnir heima eiga í erfiðleikum með útlendinga...

Fór í kvöld niður á lestarstöð og sótti Íris og Grétu sem gista hjá mér fram á föstudag. Ætla að sýna þeim bæinn á morgun og kíkja kannski á kaffihús :)
Þær eru búnar að vera í Interrail-i síðan í janúar og búnar með meirihlutann af Evrópu! Montpellier er loka-áfangastaðurinn hjá þeim.


Það er orðið svo sumarlegt hérna, farið að hlýna og sólin farin að skína!
Kemst alltaf í svo gott skap þegar veðrið er gott,sé ströndina fyrir mér og hlakka til að taka sandalana fram!
Frakkar eru sumir svo ýktir með veðurfar, í haust þegar það fór að kólna niður í 10-14 gráður, keyptu allir sér risa dúnúlpur og kápur.. krakkarnir göptu líka þegar ég mætti á stuttermabol í skólann, fyrir mér var ennþá sumar :D
Svo heyrist alltaf ..
-hún er sko frá Íslandi! -ahh ég skil!


Jæja .. segi þetta gott í bili, þarf að vakna snemma í ræktina!
Ætla að reyna að blogga c.a einu sinni í viku :)

Hafið það rooosa gott í kuldanum =)


Gerða.

Rugby-leikurinn þarsíðasta laugardag:









Nierika(frá hollandi)og Karoline(sambýlingur)