Friday, May 7, 2010

Ferðalangur

Jáhá.. ég ætla að skrifa eitt lokablogg hérna þar sem það styttist óðum í heimför.

Nokkuð langt síðan síðast.. en í millitíðinni var "Spring-Break" í skólanum og nýtti ég mér það til að skreppa í ferðalag með Bergþóru og Fjólu, 2 vinkonum mínum sem heimsóttu mig í interrail ferðinni sinni. Þær gistu hér í 3 daga áður en þær drógu mig með sér í áframhaldandi ævintýri!

Ferðin byrjaði á sunnudagsmorgni.. fórum út á lestarstöð kl korter í 10, lestin átti að fara korter yfir.. en það var ekkert víst þar sem að lestarverkfall hefur hrjáð Frakkland síðustu mánuði. Við fundum lest sem var á leiðinni til Marseille, glæpaborg Frakklands ! Vorum komnar þangað um hádegisbil, skoðuðum Marseille og vorum ekkert svaklaega hrifnar.. að mínu mati skítug og spes borg.. ekki margt sem heillaði augað.
Vorum samt duglegar að taka myndir á vappinu um borgina, en skildum ekkert í því afhverju kortið vísaði okkur ekki neitt. Fundum síðar kort í miðbænum og vorum að reyna að teikna inn á okkar kort hvar við værum staddar, en engri okkar tókst að finna eina götu sem var á báðum kortunum... svo ákvað ég nú að finna út úr þessu og benti Fjólu pent á að hún væri að skoða kort af Avignon og það væri kannski ástæðan fyrir að göturnar væru ekki inn á kortinu... ekki svo ljóshærð ? hah

Eftir 5 tíma í Marseille var okkur farið að leiðast pínu, enda eins og ég segi ekkert svakalega spennandi borg, þannig að við röltum upp á lestarstöð og þaðan tókum við lest til NICE.. og vorum komnar þangað um tíu leitið.
Þá var bara labbað inn á næsta Hostel og pantað rúm, enda dauðþreyttar eftir daginn!
Fundum líka svo fínt Hostel með snyrtilegum herbergjum á viðráðanlegu verði :)

Næsta dag(mánudag) skoðuðum við Nice sem er yndisleg borg! og við vorum líka svo heppnar með veður, sól og blíða allan daginn.
Eftir ljúfan dag í Nice, skelltum við okkur út að borða á fínasta Pizzustað, kannski ekki besta þjónustan en maturinn bætti það upp. Að lokum var haldið í bælið eftir langan dag.

Þriðjudagur: Vöknuðum um 8 eða 9 leitið held ég og skelltum okkur í rútu til Monakó sem tekur u.þ.b klst. og kostar bara 1 evru! hah 70 kr á milli borga.. snilld!
Monako vakti misjöfn viðbrögð, bergþóra lýsti yfir vonbrigðum í byrjun og verð ég að vera sammála.. ágætis snekkjur og svona en ekkert til að gapa yfir.. engin hús úr gulli eins og Bergþóra orðaði það.
Eftir að hafa labbað um lítinn hluta borgarinnar föttuðum við að við vorum bara í vitlausum hluta... löbbuðum lengra inn í borgina og þá gerði ég mér grein fyrir að gangstéttin var formúlu 1 braut! Gaman að því! Formúlan verður/var haldin þarna í byrjun maí, og var allt á fullu í undirbúningi, stúkur, merkingar og fl fyrir gestina.
Stuttu seinna fundum við "ríka" part Mónakó, spilavítin, hótelin,húsin og bílana...
mér leið eins og ég væri útigangsmaður í mínum venjulegu fötum.. í kringum húsin og þjónana...það er ótrúlegt hvað það er mikill peningur þarna, viðurkenni að ég hafði lúmskt gaman af því að sjá ríku(snobb) pörin koma út af hótelunum í pelsum og setjast inn í tug-milljóna bílana sína með einkabílstjórum.

Við skelltum okkur aftur upp í rútuna til Nice um kvöldmatarleyti, enda svangar og þreyttar eftir daginn...
það sama kvöld stóð ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun, þar sem stelpurnar vildu ólmar fá mig með sér til Ítalíu næsta dag.
Ég hafði hugsað með mér að það yrði rándýrt að fara yfir landamæri og þurfti að hugsa mig aðeins um.
Þegar við fundum út að það kostaði 5 evrur til Ítalíu.. þá var stutt í "JÁ"!!
Þannig að næsta dag var haldið út á lestarstöð um 9-leitið og þá tók við laangt ferðalag til Flórens-Ítalíu:

Svona var ferðin:
Nice-Ventimiglia
Ventimiglia-Savona(vitlaust stopp)
Savona-Genova
Genova-la Spezia
La Spezia- PISA-

Komum til Pisa um hálf 8 leitið og fórum að skoða skakka turninn í Pisa.. sem var algjörlega þess virði, viðurkenni þó að ég vildi splæsa í taxa frá turninum á lestarstöðina, var algjörlega búin á því eftir þetta lestarævintýri.. en það var ekki búið.
Frá Pisa tókum við lest til Flórens, sem var áfangastaðurinn...
Þar vorum við smástund að finna hostel.. en ég var strax orðin hálf ástfangin af Flórens og Ítalíu.. svo mikið mannlíf og svo fallegar borgir! :)
Eftir langan ferðadag skreið ég fegin upp í rúm.. bara til þess að verða vakin snemma um morguninn..

Næsta morgun vöknuðum við fyrr en við vildum til að fara í morgunmat, sem ég vil varla kalla morgunmat, fékk mér einhvers konar eggjarétt.. man ekki nafnið en þetta var aðeins of feitt fyrir mig.. maginn var á sama máli. Okkur fannst bara fínt að nýta okkur fría morgunmatinn sem fylgdi verðinu.
Við vorum orðnar svangar hálftíma seinna...


Fimmtudaginn nýttum við í að skoða Flórens, sem er gullfalleg borg og skylda að heimsækja! Markaðir, söfn,mannlífið, ítalskan, ódýrar og gómsætar pizzur! Ekki síðasta heimsókn mín til Ítalíu .. það er á hreinu.
Okkur fannst skylda að smakka ítalskan ís, og fundum sæta ísbúð á götuhorni.. þar sem ég fékk mjööög góðan ís..
Flórens var draumur í dós og eftir yndislegan dag í borginni var kominn tími á heimferð.

Á föstudeginum kvaddi ég stelpurnar og fór eldsnemma um morguninn á lestarstöðina þar sem ég komst að því að Ítalar ákvaðu að byrja lestarverkfall sama morgun og ég þurfti að komast heim. Svo að föstudagurinn fór í endalausar lestarferðir og ég komst ekki lengra en til Nice eftir 13 tíma af lestarferðum. Gisti eina nótt í Nice og komst loksins til Montpellier á laugardagsmorgninum :)


Þetta var án efa ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í! Hef sjaldan hlegið jafn mikið :D

Núna eru bara nokkrir dagar eftir af dvöl minni í Frakklandi og ég gæti ekki verið spenntari fyrir að fá mömmu og pabba í heimsókn, en ég á eftir að sakna MTP mikið :)
Ég fer í tvö próf eftir helgina og á miðvikudag koma mamma og pabbi og verða hérna með mér í viku, svo endum við á því að fljúga saman heim frá París 20 maí !

En segi þetta gott.. ætla að skella mér út í góða veðrið!

ein af okkur Bergþóru frá Mónakó...


Monday, April 12, 2010

Long time no see...

Jæja.. nú er ég hætt að lofa upp í ermina á mér!
Það er liðið ágætlega langur tími frá síðustu færslu, enn og aftur bara eintóm leti og júú veikindi...
Þó er fullt búið að gerast síðan síðast!

Ég nældi mér í fjórðu sýkinguna mína síðan í sumar, finnst ég ætti að fá verðlaun fyrir allar þessar sýkingar! Er á sýklalyfjum og sterum, ekki beint hollt né gaman :(
Fékk líka þessa óþverra þjónustu á spítalanum, þar sem að læknirinn byrjaði á að skrifa upp á sýklalyf sem hætt er að framleiða! þegar ég mæti aftur á spítalann til að kvarta og fá ný lyf.. þá var læknirinn ekki á vakt og mér var meinað um að hitta annan lækni þrátt fyrir að ég sagðist vera með mikla verki!
Alveg ótrúleg þjónusta.. enda fór ég til einkalæknis sem var hneyksluð á framferði spítalans,sagði að sýkingin hefði versnað talsvert og var snögg að skrifa upp á sýklalyf, þannig að nú er ég öll að koma til :)

Ég er komin í vorfrí eins og frakkarnir vilja kalla það, í rauninni bara eins og páskafrí á Íslandi, 2 vikur í afslöppun og leti.
Síðustu daga hefur veðrið verið mjög gott,svo við erum búnar að vera duglegar að liggja í sólbaði og njóta frítímans.
Við tókum okkur til um daginn og hjóluðum á ströndina, eða næstum því.
Það er dágóður spölur á ströndina, og við rötuðum ekki aalveg... enduðum með að gefast upp eftir að hafa hjólað í næstum 2 tíma, en það var áhugavert að sjá aðra hluta Montpellier, hjóluðum til dæmis framhjá fátæktar/sígauna hverfinu, rétt utan við borgina.. minnti mig á fátæktarhverfi í Afríku, ótrúlegt alveg.
En við ætlum okkur að gera aðra tilraun með hjólaferðina og ná að hjóla alla leiðina þá! vitum leiðina núna :) Það er svo hentugt að leigja hjól hérna, 2 evrur fyrir heilan dag.. ekki kalla ég það dýrt!

Á miðvikudaginn fæ ég 2 íslenskar snátur í heimsókn, Bergþóru og vinkonu hennar Fjólu sem eru í Interrail-i um Evrópu! Stoppa hjá mér í 2-3 daga held ég, og líklega kíki ég með þeim á rivíeruna í nokkra daga...í augnablikinu er allt voða óplanað hjá okkur :)


Svo styttist óðum í heimför, 20 maí er stóri dagurinn! Verð að segja að ég er píínu spennt að komast aftur á klakann,hitta vini og vandamenn, keyra græna glæsivagninn, borða kokteilsósu og fá íslenskt veður beint í æð.
Þarf fyrst að klára skólann, fer í próf í byrjun maí.. lesturinn byrjar í næstu viku. Ég fer í 4 próf núna í staðinn fyrir 2 eins og á síðustu önn, ögn meira lesefni og málfræði núna.. tók líka þá kjánaákvörðun að læra um efnahag og atvinnuvegi frakklands... óáhugaverðasta fag sem ég hef kynnst, en skemmtilegur kennari og bætir frönskuna.


En þegar heim er komið, stoppa ég stutt í höfuðborginni ef allt gengur upp ,þá mun ég vinna úti á landi í sumar. Útskýri það frekar þegar ég er komin með staðfestingu.. leyndó í bili..

Ég segi þetta gott í bili, við vinkonurnar ætlum að reyna að skella okkur í ræktina í fyrramálið.. sé það ekki gerast miðað við gríðalega leti sem hefur einkennt síðustu daga.. en alltaf má halda í vonina =)

Þangað til næst...

Gerða


Ein mynd af mér og mínum uppáhalds :


Thursday, March 25, 2010

J'aime Montpellier

Ég vil nú bara byrja á því að afsaka bloggleysið, bara eintóm leti og ekkert annað!
ég hef líka verið upptekin, orðið meira að gera í skólanum eftir að við fengum loksins afleysingarkennara sem alveg elskar að gefa okkur eins mikla heimavinnu og hún getur!
en það eru samt ágætistímar, nýtum þá oft í umræður og um daginn var rætt um atburði sem eru þýðingarmiklir fyrir löndin og sem hafa haft áhrif á okkur.. ég var heillengi að finna atburð sem ég mundi eftir þegar kennarinn bendir á mig og spyr :

-Gerða? Hvernig er það í USA.. hvað snerti þig mest..
bekkurinn fór að hlæja og ég þurfti að leiðrétta þann misskilning.. veit ekki alveg afhverju hún hélt að ég væri frá Bandaríkjunum. Svo kom í ljós að hún veit voða lítið um Ísland og heyrði mig víst tala ensku...

Síðustu dagar hafa verið hálf erfiðir að sökum veðurs.. alltaf dimmt yfir og rigning, miklu erfiðara að vakna á morgnanna og ekki jafn gaman að kíkja á kaffihús eða í bæinn.. og svo eru verkföll það nýjasta, tramminn(innanbæjarlestin) í verkfalli alla síðustu viku, og auk þess var ráðist á einn bílstjórann fyrir viku af hópgengi :O En það er víst búið að herða öryggisreglur og lestin á að vera miklu öruggari núna.

Já! ég var næstum því búin að gleyma að segja frá skólaferðinni síðasta laugardag,
fórum með deildarstjórunum og farastjóra í 3 borgir: Roquefort, Millau og La Couvertoirade

Byrjuðum að skoða La couvertoirade: Bær frá miðöldum, mjög vel varðveitt og fallegt en það var ansi kalt þar sem veðrið var ógeðslegt, þannig að stoppið var stutt.

Millau: Þar sáum við hæstu brú í heimi, ótrúlega flott, gengum upp smá hæð og þar var flottasta útsýni í heimi!
Svo var gengið inn á veitingarhús/kaffihús sem seldi mjög franskan rétt-Capucin sem er líkt og ísbrauð fullt af kjöti og kartöflum.. en svosem alveg bragðgott :)

Roquefort: Að lokum var farið að skoða hellana þar sem Roquefort osturinn er búinn til... 11 hæðir af hellum og 77.000 ostar!
Fórum reyndar bara niður 5 hæðir þar sem annað hefði tekið marga tíma!
Svo er fólki sagt að klæða sig vel þar sem það getur orði kalt í hellunum og ég snillingurinn var klædd í stuttermabol og þunna peysu! Alveg með eindæmum!
Við gengum niður 5 hæðir og enduðum á því að fá smakk af ostinum fræga..

Þetta var bara ágætlega heppnuð ferð.. hefði mátt vera betra veður, en það batnaði þegar leið á daginn.

Hrædd um að síðustu tvær vikur voru ekki meira spennandi en þetta, skal reyna að hafa næsta blogg lengra og ekki jafn langa bið á milli!

Tók ekki margar myndir í ferðinni en hérna koma nokkrar :)


Hópurinn að skoða miðaldarþorpið

Roquefort osturinn

Capucin



Miðaldarbærinn

Wednesday, March 10, 2010

Il neige!

Það snjóaði í fyrsta sinn í Montpellier síðasta sunnudag, eða sem sagt á þessum vetri.
Frakkarnir svo óvanir þessu, fóru út með regnhlífar og myndavélar, líka svona fallegur vetrarsnjór, rauður himinn og bara yndislegt, eini gallinn er að það er kominn mars.. hefði mátt vera í janúar!
Auðvitað fór allt í kleinu, tramminn hætti að ganga, fólk keyrði um á sumardekkjum, litlir árekstrar út um allt.. og ég rann á hausinn í hálkunni :(

Snjórinn hvarf næsta dag, eða mestallur.. núna er bara ískalt og hvítt hér og þar.
Reyndar mjög gaman að því að nokkrir bekkjarfélagar mínir voru að upplifa sína fyrstu snjókomu, þar sem þau búa í kólumbíu og þessum heitari löndum.
Ég sem var búin að hengja vetrarkápuna inn í skáp og ætlaði ekkert að taka hana út á næstunni, var komin í sumarfötin og ætlaði bara á ströndina á næstunni.
Vona allavegana að það fari að hlýna.

Íris og Gréta fóru heim síðasta fimmtudag, með þæginlegri gestum sem ég hef haft, elduðu fyrir mig næstum hvert einasta kvöld og vöktu mig einn daginn með pönnukökum, ávöxtum og sírópi mmm... :)
Svo var ég líka vooða fegin að það er ekki mikið af túrista stöðum hér í Mtp.. minni vinna þegar gesti koma í heimsókn :P
en þær nenntu heldur ekki að skoða alla borgina, voru bara að slappa af og ég sýndi þeim bara helstu staðina.


Skólinn er enn samur við sig, er ennþá að missa af tímum þar sem að það virðist vera einhverskonar bölvun yfir kennurunum mínum, nefndi síðast að kennarinn minn hefði dottið og brotið úlnliðinn, svo kom indælis kona sem átti að leysa hana af.. en neinei hún lenti í bílslysi eftir tímann með okkur og er komin í hálskraga :/
Sem betur fer er hún kominn aftur til kennslu en þriðji kennarinn bað okkur um miskunn og er skíthrædd um að vera næst haha..

Á morgun fer ég út að borða með bekknum eftir skóla, og þarnæsta laugardag fer ég í skólaferð um Montpellier og í kring í boði skólans, hljómar spennandi!
Þetta er svo fljótt að líða, strax kominn mars.. finnst eins og ég sé nýkomin hingað úr jólafríi... en ég kvarta ekki, er spennt fyrir sumrinu og framhaldinu.
Tók loksins ákvörðun um að fara í háskóla.. gat ekki ákveðið mig, en eftir að Íris hélt mjög svo sannfærandi fyrirlestur um ferðamálafræði og fleiri áfanga þá ákvað ég bara að slá til. Það er allavegana planið í dag, en fyrst væri gott að fá sumarvinnu.. erfitt að sækja um þegar þau geta ekki hringt í mig né hitt mig :/
Væri reyndar ljúft að vera bara aukamanneskja á sushi og komast loksins í öll ferðalögin sem ég kemst ekki í vegna vinnu.

Öfunda Svönu systur frekar mikið þessa dagana, mamma er í heimsókn hjá henni núna í nokkra daga.. ekki leiðinlegt það! En ég þarf bara að bíða í 2 mánuði í viðbót, því mamma kemur til mín í maí og þá verður sko tekið sólbað og lúxus á þetta!

Jæja lærdómurinn kallar.. eintóm skemmtun :)

Nokkrar myndir af snjónum og yndislegu gestunum mínum:



Gréta

Íris og fallega tiramisu-ið


Monday, March 1, 2010

La parfait appartement!

Jæja, búin að koma mér fyrir í nýju íbúðinni... flutti inn á föstudaginn,
Það tókst í einni ferð! En furðu mikið drasl sem fylgdi..
Eftir að hafa flutt allt yfir götuna, fórum við að versla nauðsynjar í IKEA.. og í matinn.
Ætluðum að elda eitthvað gúrmee kjöt með sósu og öllum pakkanum en svo stóðum við fyrir framan kjötkælinn eins og eitt stórt spurningarmerki í framan, vildum bara entrecode, en skildum ekkert hvað stóð á kjötpakkningunum, þannig að Karoline dró upp orðabók í miðri matarbúðinni og þarna stóðum við eins og tveir lúðar og þýddum hvert orð fyrir sig :D
Á endanum gáfumst við upp og keyptum kjúkling...

Laugardagurinn var letidagur, þvoði og dundaði mér við að gera nýja herbergið svolítið heimilislegt.
Um kvöldið kom Isabella og við elduðum fahitas og Tacos. Er að njóta þess í botn að fá loksins almennilegan kvöldmat! Ætla að æfa mig í eldamennskunni hérna úti, skömmustulegt hvað ég er vanhæf í eldhúsinu!


Hef enga ástæðu til að vera löt í ræktinni lengur, bý nánast í sama húsi, 5 skref á milli! Fór á föstudaginn í Abdos-feuille- þrektíma.. get varla hreyft mig er svo aum í afturendanum og lærunum! Svo er það spinning á morgun!
Get þó ekki sagt að ræktin hérna sé eins flott og heima.. held að Ísland standi upp úr í þeim málum. Frakkar eru líka furðulegir þegar kemur að sturtumálum, það eru sameiginlegar sturtur þegar farið er í sund!!Reyndar eru sér sturtur í ræktinni.
Fólk fer í sundfötunum í sturtu og allir eru með sundhettur sem mér finnst mér eindæmum fyndið.. á að vera svo akkurat í snyrtimennsku en þeim finnst ekkert sóðalegt að baða sig í sundfötum. Engin furða að baðverðirnir heima eiga í erfiðleikum með útlendinga...

Fór í kvöld niður á lestarstöð og sótti Íris og Grétu sem gista hjá mér fram á föstudag. Ætla að sýna þeim bæinn á morgun og kíkja kannski á kaffihús :)
Þær eru búnar að vera í Interrail-i síðan í janúar og búnar með meirihlutann af Evrópu! Montpellier er loka-áfangastaðurinn hjá þeim.


Það er orðið svo sumarlegt hérna, farið að hlýna og sólin farin að skína!
Kemst alltaf í svo gott skap þegar veðrið er gott,sé ströndina fyrir mér og hlakka til að taka sandalana fram!
Frakkar eru sumir svo ýktir með veðurfar, í haust þegar það fór að kólna niður í 10-14 gráður, keyptu allir sér risa dúnúlpur og kápur.. krakkarnir göptu líka þegar ég mætti á stuttermabol í skólann, fyrir mér var ennþá sumar :D
Svo heyrist alltaf ..
-hún er sko frá Íslandi! -ahh ég skil!


Jæja .. segi þetta gott í bili, þarf að vakna snemma í ræktina!
Ætla að reyna að blogga c.a einu sinni í viku :)

Hafið það rooosa gott í kuldanum =)


Gerða.

Rugby-leikurinn þarsíðasta laugardag:









Nierika(frá hollandi)og Karoline(sambýlingur)

Wednesday, February 24, 2010

Nouveau!

Jææja...
Ætla að prufa að "blogga" svo þið getið aðeins fylgst með mér :)
Ég er nú ekki mikill penni, en það verður að hafa það.

Síðan ég kom hingað hefur allt gengið vel, er byrjuð aftur í skólanum, bý ennþá hjá Mme.Fahri, 60 kona sem ég leigi herbergi hjá. Þarf nú einhvern tíman segja ykkur aðeins betur frá henni, tileinka henni blogg á næstunni,einkar skrautleg kona þar á ferð.
Ég flyt reyndar núna á föstudaginn í íbúð stutt frá þessari, þar sem ég mun leigja með norskri vinkonu minni litla sæta þriggja herbergja íbúð með svölum,þvottavél og stóru eldhúsi, þar sem kokka-hæfileikar mínir fá loks að njóta sín! Hef ekkert getað eldað í hjá konunni þar sem hún er frekar furðuleg þegar kemur að eldhúsinu sínu og ég kýs að sleppa því þar sem ég hef sjaldan séð ólystugra eldhús!

Ég er mjöög spennt að flytja í nýju íbúðina, sérstaklega af því að þar get ég þvegið og eldað oftar sem hefur svolítið vantað uppá... er búin að lifa á örbylgjufæði og skyndibita í dágóðan tíma :S

Veðrið er frekar leiðinlegt þessa dagana og hefur verið það síðan ég kom til baka, annaðhvort er ískalt og vindur eða hellidemba... held líka að þetta séu rigningarmánuðirnir...jan og feb, svo á víst að hlýna í mars og mig grunar að ég verði á ströndinni í apríl :)

Ég er bara í langri eyðu núna sem er frekar algengt þessa dagana, þar sem einn kennararnna minn úlnliðsbraut sig og verður frá í 6 vikur og allt er í uppnámi þar sem skólastjórinn á erfitt með að finna kennara til að leysa hana af. Get ekki beint hrósað frökkum fyrir skipurlag, ég mætti löðrandi sveitt uppí skóla eftir að hafa hlaupið alla leiðina frá "trammanum"(innanbæjar-lestinni) bara til þessa að frétta að tíminn félli niður.

Síðustu helgi fórum við stelpurnar úr skólanum á Rugby leik, hérna er rugby miklu stærra en fótbolti og það var bara gaman, mest "brutal" sport sem ég hef séð! skil ekki hvernig þeir standa upp eftir að 8, 150 kg menn hafa hoppað ofan á þá í hrúgu.
Svo fórum við fyrir tveimur vikum á waterpolo leik, sem er eitt það fyndnasta sem ég hef séð, semí eins og handbolti í vatni!
Næstu helgi ætlum við að reyna að fara á fótbolta leik, held við séum þá búnar að prufa allt haha...

En ég ætla að segja þetta gott, sólin farin að skína og ég þarf að drífa mig í skólann.. aftur!

-Enda þetta á mynd af L'amphitheatre í Nimes :)

Hafið það gott! :*

Gerða.